Íslensku stelpurnar mætast í sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2024 11:00 Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eiga saman sautján bestu köst Íslandssögunnar. Samsett/@gudrunkaritas og @elisabet0 Íslensku frjálsíþróttakonurnar Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir eru að byrja tímabilið vel og það verður skemmtilegt einvígi þeirra á milli á Skírdag. Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Guðrún Karítas margbætti Íslandsmetið í lóðkasti í vetur og byrjaði utanhússtímabilið á því að bæta sig í sleggjukasti með því að kasta 67,01 metra á fyrsta móti. Hún var þarna að bæta sinn persónulega árangur um tvo metra. Guðrún hafði kastað lengst áður 65,42 metra. Þetta þýðir að Ísland á tvær efstu stelpurnar á afrekalista bandarísku háskólanna á tímabilinu. Í fyrsta sætinu er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem byrjaði sitt utanhússtímabil á því að kasta 69,11 metra. Þar bætti Elísabet Íslandsmet sitt um meira en tvo metra með mögnuðu kasti. Gamla Íslandsmet Elísabetar frá því í júní fyrra var upp á 66,98 metra. Guðrún Karítas kastaði því yfir gamla Íslandsmetinu á sínu fyrsta móti. Elísabet Rut og Guðrún Karítas eiga nú saman sautján lengstu sleggjuköst Íslandssögunnar. Elísabet Rut á sjö af tíu bestu köstunum en Guðrún á nú það næstbesta og þrjú af lengstu tíu. Svo skemmtilega vill til að íslensku stelpurnar mætast á Texas Relays móti í Austin í Texas á fimmtudaginn. Guðrún Karítas er 21 árs gömul og nemi við Virginia Commonwealth háskólann. Elísabet Rut er líka 21 árs gömul og nemi við Texas State háskólann. Skólarnir keppa báðir á þessu móti. Það verður fróðlegt hvort að einvígi þessa öflugu íslensku kastara kalli jafnvel fram enn betri árangur en þær hafa náð til þessa.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira