„Það breytti alveg planinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2024 07:30 Gylfi er spenntur fyrir sumrinu og einblínir á það að ná sér góðum af meiðslum. Vísir/Hulda Margrét Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti