Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 18:40 Guðfinnur Sigurvinsson Rakarastofan Herramenn Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“ Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“
Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira