Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 13:35 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segist hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram. „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira