Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 21:00 Myndefni frá leit í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins í gær. Í dag leitaði lögreglan í ráðhúsinu í Andalúsíu. Angel Martinez/Getty Images Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales. Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira