McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 17:45 Conor McGregor hefur oft tjáð sig um mögulega endurkomu í bardagabúr UFC á undanförnum árum. Núna virðist hins vegar komið skrið á hlutina. Vísir/Getty Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. „Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir. MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira
„Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir.
MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira