Fórnaði frægasta hári handboltans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 13:32 Mikkel Hansen vann öll sín helstu afrek með sítt hár og ennisband. Nú hefur hann rakað allt hárið af, fyrir pabba sinn og öll þau sem greinst hafa með krabbamein. Samsett/Getty/Instagram Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Hinn tæplega 38 ára gamli Hansen var þrívegis kjörinn besti handboltamaður heims og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þar á meðal tvo Ólympíumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil með danska landsliðinu. Öll sín helstu afrek vann hann með sítt hár og ennisband en nú hefur hárið fengið að fjúka, í þágu góðs málstaðar, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Naghmeh Pour (@_naghmehpour) Samkvæmt TV 2 greinast um 130 Danir með krabbamein á hverjum degi og eru næstum 400.000 Danir annað hvort með krabbamein í dag eða hafa áður verið með krabbamein. Kræftens Bekæmpelse, sem líkja má við Krabbameinsfélagið á Íslandi, stendur fyrir þriggja vikna átaki á hverju ári sem nær hápunkti með beinni sjónvarpsútsendingu 25. október. „Fyrir Kai, fyrir mömmu Silas og Sannavahs, fyrir Rigmor og Paul, fyrir kennarann í 3. B, fyrir Navid, fyrir Jakob, fyrir Kathrine og fyrir pabba minn,“ segir Hansen í myndbandinu hér að ofan, sem sýnir þegar hann rakaði hárið af. „Það er mér mikilvægt að styðja við svona mál sem snertir svo marga. Þetta tekur ekki bara á manneskjuna sem veikist heldur alla fjölskylduna og alla í kring,“ segir Hansen. Pabbi hans greindist með krabbamein í annað sinn árið 2022, skömmu eftir að Hansen hafði sjálfur fengið blóðtappa í lungu. Hansen lagði handboltaskóna á hilluna í fyrra eftir einstakan feril. Hann var valinn besti handboltamaður heims árin 2011, 2015 og 2018, og hefur nú þegar verið tekinn inn í frægðarhöll Handknattleikssamband Evrópu vegna afreka sinna. Danski handboltinn Handbolti Krabbamein Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Styrkir til VÍK Sport Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega Fótbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Hinn tæplega 38 ára gamli Hansen var þrívegis kjörinn besti handboltamaður heims og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þar á meðal tvo Ólympíumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil með danska landsliðinu. Öll sín helstu afrek vann hann með sítt hár og ennisband en nú hefur hárið fengið að fjúka, í þágu góðs málstaðar, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Naghmeh Pour (@_naghmehpour) Samkvæmt TV 2 greinast um 130 Danir með krabbamein á hverjum degi og eru næstum 400.000 Danir annað hvort með krabbamein í dag eða hafa áður verið með krabbamein. Kræftens Bekæmpelse, sem líkja má við Krabbameinsfélagið á Íslandi, stendur fyrir þriggja vikna átaki á hverju ári sem nær hápunkti með beinni sjónvarpsútsendingu 25. október. „Fyrir Kai, fyrir mömmu Silas og Sannavahs, fyrir Rigmor og Paul, fyrir kennarann í 3. B, fyrir Navid, fyrir Jakob, fyrir Kathrine og fyrir pabba minn,“ segir Hansen í myndbandinu hér að ofan, sem sýnir þegar hann rakaði hárið af. „Það er mér mikilvægt að styðja við svona mál sem snertir svo marga. Þetta tekur ekki bara á manneskjuna sem veikist heldur alla fjölskylduna og alla í kring,“ segir Hansen. Pabbi hans greindist með krabbamein í annað sinn árið 2022, skömmu eftir að Hansen hafði sjálfur fengið blóðtappa í lungu. Hansen lagði handboltaskóna á hilluna í fyrra eftir einstakan feril. Hann var valinn besti handboltamaður heims árin 2011, 2015 og 2018, og hefur nú þegar verið tekinn inn í frægðarhöll Handknattleikssamband Evrópu vegna afreka sinna.
Danski handboltinn Handbolti Krabbamein Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Styrkir til VÍK Sport Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega Fótbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira