Skimun bjargar mannslífum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skimun fyrir krabbameini Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun