Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 09:14 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur oft haft rétt fyrir sér þegar hann spáir fyrir um upphaf eldgoss. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira