Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 09:14 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur oft haft rétt fyrir sér þegar hann spáir fyrir um upphaf eldgoss. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira