Hræðsla er hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald Jón Þór Ólafsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun