Pútín fagnar sigri Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 21:29 „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það,“ segir Vladímír Pútín EPA Vladímír Pútín hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Kjörstjórn í Rússlandi segist hafa talið helming atkvæða og að Pútín hafi hlotið 87 prósent atkvæða. Í öðru sæti er Nikolai Kharitonov, frambjóðandi kommúnistaflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni var kjörsókn 74 prósent, sem er það hæsta í sögunni. „Sama hversu mikið þeir hræða okkur, bæla vilja okkar og samsvisku, þá hefur þeim aldrei tekist það. Þeim mistókst það nú og þeim mun mistakast það í framtíðinni,“ sagði Pútín í sigurræðu sinni. Dauði Navalní sorglegur að mati Pútíns Pútín var spurður út í Alexei Navalní, einn helsta pólitíski andstæðing sinn, sem lést í fangelsi í Rússlandi á dögunum. „Varðandi herra Navalní. Já, hann féll frá. Slíkt er alltaf sorglegt, en það var ekki í fyrsta skipti sem persóna dó í fangelsi. Hefur slíkt ekki gerst í Bandaríkjunum? Að sjálfsögðu,“ sagði forsetinn. Max Seddon, fréttaritari Financial Times í Moskvu, fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Pútín minnist á nafn Navalní í ellefu ár. Jafnframt gaf hann til kynna að fangaskipti með Navalní hefðu staðið til boða áður en hann lét lífið, undir þeim formerkjum að stjórnarandstæðingurinn myndi aldrei snúa aftur. Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. Síðan þá hefur Pútín breytt reglunum og gæti boðið sig aftur fram að sex árum liðnum, árið 2030. Vísir fjallaði um stöðu mála í Úkraínustríðinu fyrr í dag, og þar var meðal annars tekið fyrir hvernig Pútín myndi bregðast við kosningasigrinum, sem þótti ansi fyrirsjáanlegur. Hægt er að lesa um það hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira