„Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:39 Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02