Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 13:31 Mark Coleman drýgði svo sannarlega hetjudáð á dögunum er hann bjargaði foreldrum sínum úr brennandi húsi Vísir/Samsett mynd Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu. MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira
Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu.
MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Sjá meira