Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 07:30 Ef vel er að gáð má sjá nokkrar býflugur valda usla. Clive Brunskill/Getty Images Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner. Tennis Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner.
Tennis Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira