Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 20:24 Kristján Már fór yfir spá tveggja jarðvísindamanna sem hafa reiknað út að ef kvikuinnflæði fylgir línulegri þróun þá ljúki umbrotunum við Grindavík síðsumars. Stöð 2 Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira