„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 22:48 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt þó dæmi séu um fólk sem fann ekki fyrir neinum áhrifum. Getty/aðsend Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar. Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar.
Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13