Farþegalistarnir duga skammt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 11:01 Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við þeirri spurningu hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið sé til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Með öðrum orðum er mögulegt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. Vaxandi umræða hefur átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, lýsti því yfir nýverið að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á svæðið. Hafa ófá ríki innan Schengen-svæðisins brugðist við þessari stöðu á undanförnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess. Sækjast eftir því að koma til landsins „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. „Þannig að ég get auðvitað velt fyrir mér öryggi á ytri landamærum Schengen-ríkja annarra en okkar hér á Íslandi,“ sagði Úlfar við Ríkisútvarpið 26. október varðandi lek ytri landamæri Schengen-svæðisins. Fyrst og fremst mætti þakka frumkvæðis- og greiningarvinnu lögreglunnar og tollsins þann árangur sem eftir sem áður hefði náðst við að stöðva brotamenn á innri landamærunum. Minnst af upplýsingunum kæmi hins vegar úr upplýsingakerfi Schengen sem hefur verið sagt helzti kosturinn við aðildina að svæðinu. Meginforsendan fyrir löngu brostin Heyrzt hefur í umræðunni að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Varðandi mögulegar betrumbætur á eftirliti með ytri mörkum svæðisins hafa hugmyndir Evrópusambandsins í þeim efnum aðallega snúizt um það að sambandið taki yfir eftirlitið. Þar á meðal hér á landi. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri er beinlínis að finna í sjálfu Schengen-fyrirkomulaginu. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar hætta er talin á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Þó að sú hafi að vísu aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í raun aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að breyting eigi eftir að verða á í þeim efnum. Hafa má í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við þeirri spurningu hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið sé til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Með öðrum orðum er mögulegt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. Vaxandi umræða hefur átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, lýsti því yfir nýverið að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á svæðið. Hafa ófá ríki innan Schengen-svæðisins brugðist við þessari stöðu á undanförnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess. Sækjast eftir því að koma til landsins „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. „Þannig að ég get auðvitað velt fyrir mér öryggi á ytri landamærum Schengen-ríkja annarra en okkar hér á Íslandi,“ sagði Úlfar við Ríkisútvarpið 26. október varðandi lek ytri landamæri Schengen-svæðisins. Fyrst og fremst mætti þakka frumkvæðis- og greiningarvinnu lögreglunnar og tollsins þann árangur sem eftir sem áður hefði náðst við að stöðva brotamenn á innri landamærunum. Minnst af upplýsingunum kæmi hins vegar úr upplýsingakerfi Schengen sem hefur verið sagt helzti kosturinn við aðildina að svæðinu. Meginforsendan fyrir löngu brostin Heyrzt hefur í umræðunni að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Varðandi mögulegar betrumbætur á eftirliti með ytri mörkum svæðisins hafa hugmyndir Evrópusambandsins í þeim efnum aðallega snúizt um það að sambandið taki yfir eftirlitið. Þar á meðal hér á landi. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri er beinlínis að finna í sjálfu Schengen-fyrirkomulaginu. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar hætta er talin á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Þó að sú hafi að vísu aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í raun aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að breyting eigi eftir að verða á í þeim efnum. Hafa má í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun