Sagður þukla á mömmu sinni í myndbandi sem veldur hneykslun Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 07:31 Aroldis Chapman hefur tvívegis orðið bandarískur meistari í hafnabolta en einnig komist í fréttirnar af mun verri ástæðum. Getty/Daniel Shirey Aroldis Chapman hefur valdið mikilli hneykslun á meðal hafnboltaáhugafólks með myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann sést þukla á brjóstum eldri konu, utan klæða. Talið er að konan sé móðir hans. Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann. Hafnabolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann.
Hafnabolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira