Gulleyjan okkar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. mars 2024 06:00 Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun