Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 18:16 Tekið verður gjald alla virka daga milli átta og fjögur. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Háskóla Íslands. Þar kemur fram að gjaldtakan sé fyrsta skrefið í átt að því að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu. Breytingin tekur gildi fyrsta september í ár og segir Háskólinn í tilkynningunni að gjaldtöku verði stillt í hóf. Eins og fram kom verður bílastæðum skipt í tvö svæði: P2 og P3. Á völdum stæðum næst byggingum verður alltaf tekið gjald líkt og hefur verið gert í Skeifunni við Aðalbygginguna og við Gimli. Þeim stæðum verður fjölgað og verða þau rúmlega 200 af þeim um 1700 bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði án annarrar þóknunar en „hóflegs skráningargjalds,.“ Bílastæðunum verður skipt í tvö gjaldsvæði.Háskóli Íslands Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður eftir sem áður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bílastæði án sérstakarar greiðslu. „Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning málsins og verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar skv. gjaldflokki P3,“ stendur í tilkynningunni. Þar segir einnig að verkefnið sé fyrsta skref HÍ í að hvetja fólk til að ferðast til og frá háskólasvæðinu með vistvænum hætti og að það sé jákvætt framlag til öruggari og umhverfisvænni umferðar við Háskóla Íslands. „Samhliða innleiðingunni er unnið markvisst að uppbyggingu vistvænna samgöngumáta, s.s. með gerð hjólaskýla og annarrar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Þá er áætlað að fyrsti leggur Borgarlínu muni liggja um háskólasvæðið og verði tekin í gagnið innan fárra ára.“ Háskólar Bílastæði Bílar Hagsmunir stúdenta Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu Háskóla Íslands. Þar kemur fram að gjaldtakan sé fyrsta skrefið í átt að því að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu. Breytingin tekur gildi fyrsta september í ár og segir Háskólinn í tilkynningunni að gjaldtöku verði stillt í hóf. Eins og fram kom verður bílastæðum skipt í tvö svæði: P2 og P3. Á völdum stæðum næst byggingum verður alltaf tekið gjald líkt og hefur verið gert í Skeifunni við Aðalbygginguna og við Gimli. Þeim stæðum verður fjölgað og verða þau rúmlega 200 af þeim um 1700 bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði án annarrar þóknunar en „hóflegs skráningargjalds,.“ Bílastæðunum verður skipt í tvö gjaldsvæði.Háskóli Íslands Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður eftir sem áður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bílastæði án sérstakarar greiðslu. „Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning málsins og verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar skv. gjaldflokki P3,“ stendur í tilkynningunni. Þar segir einnig að verkefnið sé fyrsta skref HÍ í að hvetja fólk til að ferðast til og frá háskólasvæðinu með vistvænum hætti og að það sé jákvætt framlag til öruggari og umhverfisvænni umferðar við Háskóla Íslands. „Samhliða innleiðingunni er unnið markvisst að uppbyggingu vistvænna samgöngumáta, s.s. með gerð hjólaskýla og annarrar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Þá er áætlað að fyrsti leggur Borgarlínu muni liggja um háskólasvæðið og verði tekin í gagnið innan fárra ára.“
Háskólar Bílastæði Bílar Hagsmunir stúdenta Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira