Krónan brást strax við Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:01 Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Davíðs Viðarssonar Matvöruverslun Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38 Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar.
Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38
Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar