Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Nýsköpun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun