Níræður skíðakappi fer á kostum í brekkunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2024 20:31 Pétur Kjartansson, 90 ára skíðakappi, sem gefur ekki tommu eftir þegar skíðin eru annars vegar enda fer hann á kostum í brekkunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur Kjartansson, fyrrverandi bólstrari í Reykjavík og hestamaður, kallar ekki allt ömmu sína. Hann skíðar eins og herforingi í brekkunum í Bláfjöllum 90 ára gamall. Sömuleiðis fer hann reglulega í skíðaferðir til útlanda Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira