Milljarðaplástur Natan Kolbeinsson skrifar 12. mars 2024 09:00 Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Viðreisn Grunnskólar Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun