Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. mars 2024 20:07 Fyrsti vordagurinn var að sögn Sigga Storms í dag. Vísir Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira