Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2024 14:01 Dauð rotta í gildru í matvælalagernum ólöglega sem fannst í kjallara í Sóltúni í september. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. Mál Davíðs Viðarssonar, athafnamanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot hefur vakið mikla athygli og sér í lagi spurningar um eftirlit með veitingastöðum og annarri starfsemi hér á landi. Veitingastaður sem Davíð á fékk falleinkunn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir ólöglega geymslu á matvælum en rottuskítur og mikil óhreinindi fundust í húsnæði á vegum fyrirtækisins. Broskarlakerfi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegri almenningi með það að markmiði að neytendur fái upplýsingar um hversu vel veitingastaður fylgir lögum og reglum og uppfylli skilyrði sem eftirlitsaðilar um matvælaöryggi setja. Mikilvægt sé að upplýsingarnar sem birtar skuli almenningi séu einfaldar, aðgengilegar og skýrar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hefur í nokkur ár borist fyrir fyrirkomulaginu. „Frá árinu 2012 höfum við barist fyrir því að tekið verði upp svokallað broskallakerfi hér á Íslandi eins og er á hinum Norðurlöndunum. Það er að segja að þegar eftirlit komi í heimsókn sé gefin ákveðin einkunn eins og gert er en líka að við innganga á öllum veitingahúsum sé settur broskarl, annað hvort glaður eða súr karl. Fer eftir einkunninni.“ Neytendur eigi rétt á upplýsingum um skussa Sambærilegt kerfi var tekið upp í Danmörku um aldamótin við góðan orðstír að sögn Breka. „Þetta kemur sér bara illa fyrir þá sem eru ekki að standa sig. Það er náttúrulega mikill meirihluti veitingahúsa sem eru að gera vel og auðvitað á að umbuna þeim. Það eru einungis örfáir skussar og auðvitað eiga neytendur rétt á því að vita hverjir þeir eru.“ Einföld ákvörðun Um stórt neytendamál sé að ræða enda segir Breki að slík birting upplýsinga verði til þess að forsvarsmenn veitingastaða standi sig betur og matvælaöryggi eykst. Hvers vegna hefur svona fyrirkomulag ekki verið tekið upp hér á landi? „Ég veit það ekki. Þetta er eins og svo margt annað bara ákvörðun sem þarf að taka. Þetta er ekki mikið eða stórt mál fyrir eftirlitið, það kemur hvort eð er á staðinn og tekur út veitingastaðina. Eini munurinn er að í lok ferðar er prentaður út broskarl eða súrkarl.“ Mál Davíðs Viðarssonar Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Neytendur Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Mál Davíðs Viðarssonar, athafnamanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot hefur vakið mikla athygli og sér í lagi spurningar um eftirlit með veitingastöðum og annarri starfsemi hér á landi. Veitingastaður sem Davíð á fékk falleinkunn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir ólöglega geymslu á matvælum en rottuskítur og mikil óhreinindi fundust í húsnæði á vegum fyrirtækisins. Broskarlakerfi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegri almenningi með það að markmiði að neytendur fái upplýsingar um hversu vel veitingastaður fylgir lögum og reglum og uppfylli skilyrði sem eftirlitsaðilar um matvælaöryggi setja. Mikilvægt sé að upplýsingarnar sem birtar skuli almenningi séu einfaldar, aðgengilegar og skýrar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna hefur í nokkur ár borist fyrir fyrirkomulaginu. „Frá árinu 2012 höfum við barist fyrir því að tekið verði upp svokallað broskallakerfi hér á Íslandi eins og er á hinum Norðurlöndunum. Það er að segja að þegar eftirlit komi í heimsókn sé gefin ákveðin einkunn eins og gert er en líka að við innganga á öllum veitingahúsum sé settur broskarl, annað hvort glaður eða súr karl. Fer eftir einkunninni.“ Neytendur eigi rétt á upplýsingum um skussa Sambærilegt kerfi var tekið upp í Danmörku um aldamótin við góðan orðstír að sögn Breka. „Þetta kemur sér bara illa fyrir þá sem eru ekki að standa sig. Það er náttúrulega mikill meirihluti veitingahúsa sem eru að gera vel og auðvitað á að umbuna þeim. Það eru einungis örfáir skussar og auðvitað eiga neytendur rétt á því að vita hverjir þeir eru.“ Einföld ákvörðun Um stórt neytendamál sé að ræða enda segir Breki að slík birting upplýsinga verði til þess að forsvarsmenn veitingastaða standi sig betur og matvælaöryggi eykst. Hvers vegna hefur svona fyrirkomulag ekki verið tekið upp hér á landi? „Ég veit það ekki. Þetta er eins og svo margt annað bara ákvörðun sem þarf að taka. Þetta er ekki mikið eða stórt mál fyrir eftirlitið, það kemur hvort eð er á staðinn og tekur út veitingastaðina. Eini munurinn er að í lok ferðar er prentaður út broskarl eða súrkarl.“
Mál Davíðs Viðarssonar Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Neytendur Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30