Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 10:05 Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38