„Ólafur Ragnar úr Næturvaktinni“ vann BKG og er efstur Íslendinga í 24.1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson varð að sætta sig við annað sætið á eftir huldumanninum Lina Linasyni. Samsett/CrossFit/@bk_gudmundsson Keppendur í The Open hafa nú skilað inn árangri sínum í fyrsta hlutanum af þremur og það er óhætt að segja að þar séu óvæntir hlutir að gerast karlamegin. Björgvin Karl Guðmundsson er nefnilega ekki efstur íslenskra karla eftir fyrsta hlutann í undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sá Íslendingur sem er efstur keppir undir leyninafni og notar enn fremur mynd af þekktri sjónvarpsþáttapersónu. Björgvin Karl hefur haft mikla yfirburði meðal íslensku strákanna undanfarin áratug og er í hópi bestu CrossFit karla heims. Þetta var ekki alveg hans æfing því hann var ekki nálægt því að vera efstur Íslendinga. Sá sem er með bestan árangur af íslensku strákunum keppir undir mynd af Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni og undir leyninafninu Lini Linason. Hann kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og fjórum sekúndum og endaði í 38. sæti í heiminum í æfingunni. Björgvin Karl, BKG, er í 139. sæti og því meira en hundrað sætum á eftir. Björgvin kláraði á sex mínútum og 23 sekúndum. Enginn annar íslenskur karl er meðal fimm hundruð efstu en þriðji af Íslendingum er Óskar Marinó Jónsson úr CrossFit Suðurnesja í 578. sæti. Óskar kláraði á sex mínútum og 46 sekúndum. Fjórði er Bergur Sverrisson (849. sæti) og fimmti er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson úr CrossFit Norður (1003. sæti). Vísir ætlar samt að svipta hulunni af Lini Linasyni sem er skráður undir því nafni í opinberri skráningu hjá CrossFit samtökunum. Samkvæmt upplýsingum okkar er þar á ferðinni hinn 27 ára gamli Ívar Sigurbjörnsson. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða voru of ungir til að muna eftir þáttunum um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina þá var Ólafur Ragnar Hannesson starfsmaður á næturvakt bensínstöðvar Skeljungs við Laugaveg. Hann átti lítinn bláan jeppa sem hann kallaði Læðuna og var oft fórnarlamb illkvittni Georgs Bjarnfreðarsonar. Þættirnir um Næturvaktina slógu í gegn á Stöð 2 árið 2007 og í framhaldinu voru gerðir bæði þættirnir um Dagvaktina og Fangavaktina sem fjalla um sömu persónurnar. CrossFit Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er nefnilega ekki efstur íslenskra karla eftir fyrsta hlutann í undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Sá Íslendingur sem er efstur keppir undir leyninafni og notar enn fremur mynd af þekktri sjónvarpsþáttapersónu. Björgvin Karl hefur haft mikla yfirburði meðal íslensku strákanna undanfarin áratug og er í hópi bestu CrossFit karla heims. Þetta var ekki alveg hans æfing því hann var ekki nálægt því að vera efstur Íslendinga. Sá sem er með bestan árangur af íslensku strákunum keppir undir mynd af Ólafi Ragnari úr Næturvaktinni og undir leyninafninu Lini Linason. Hann kláraði æfingu 24.1 á sex mínútum og fjórum sekúndum og endaði í 38. sæti í heiminum í æfingunni. Björgvin Karl, BKG, er í 139. sæti og því meira en hundrað sætum á eftir. Björgvin kláraði á sex mínútum og 23 sekúndum. Enginn annar íslenskur karl er meðal fimm hundruð efstu en þriðji af Íslendingum er Óskar Marinó Jónsson úr CrossFit Suðurnesja í 578. sæti. Óskar kláraði á sex mínútum og 46 sekúndum. Fjórði er Bergur Sverrisson (849. sæti) og fimmti er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson úr CrossFit Norður (1003. sæti). Vísir ætlar samt að svipta hulunni af Lini Linasyni sem er skráður undir því nafni í opinberri skráningu hjá CrossFit samtökunum. Samkvæmt upplýsingum okkar er þar á ferðinni hinn 27 ára gamli Ívar Sigurbjörnsson. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma eða voru of ungir til að muna eftir þáttunum um Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina þá var Ólafur Ragnar Hannesson starfsmaður á næturvakt bensínstöðvar Skeljungs við Laugaveg. Hann átti lítinn bláan jeppa sem hann kallaði Læðuna og var oft fórnarlamb illkvittni Georgs Bjarnfreðarsonar. Þættirnir um Næturvaktina slógu í gegn á Stöð 2 árið 2007 og í framhaldinu voru gerðir bæði þættirnir um Dagvaktina og Fangavaktina sem fjalla um sömu persónurnar.
CrossFit Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn