Fótbolti

Leik­sigur Wright vekur lukku

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ian Wright er hress í auglýsingunni.
Ian Wright er hress í auglýsingunni. Skjáskot

Arsenal-goðsögnin Ian Wright fer mikinn í auglýsingu þýska íþróttaframleiðandans Adidas vegna leiks Arsenal og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Wright setur sig í hlutverk starfsmanns á ferðaskrifstofu og tekur við bókun þeirra Jurrien Timber, Myles Lewis-Skelly og Gabriels Martinelli, leikmanna Arsenal, til Parísar.

Wright hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir leik sinn en hann er ekki ókunnur leikarahlutverkinu. Hann fór með hlutverk Lord Kitchener í kvikmyndinni The Kitchen árið 2023.

Leikmenn Arsenal eru að vísu ekki á leið til Parísar fyrr en í næstu viku en fyrri undanúrslitaleikur liðsins við PSG er á Emirates-vellinum í Lundúnum annað kvöld.

Leikur Arsenal og PSG er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×