Endurvekjum rannsóknarnefnd almannavarna Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. mars 2024 06:31 Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða. Rannsóknarnefnd almannavarna var sett á fót með lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, en var lögð niður með lögum nr. 39/2022. Þá hafði rannsóknarnefnd almannavarna verið virkjuð einu sinni og var það í kjölfar mikils óveðurs sem skall á í desember 2019. Markmið laga um almannavarnir er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið. Á undanförnum árum hefur hlutverk, verksvið og ábyrgð almannavarna í íslensku samfélagi orðið æ veigameiri í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í ljósi þess óvissutímabils sem nú er hafið á skaganum og vísindamenn spá að geti jafnvel varað í áratugi eða árhundruð er ljóst að almannavarnir munu áfram skipta þjóðina verulegu máli í náinni framtíð enda kallar langvarandi almannavarnaástand á öflugar almannavarnir. Hlutverk rannsóknarnefndar almannavarna var, í gildistíð eldri laga, að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða þannig að draga mætti lærdóm af reynslunni og stuðla með þeim hætti að umbótum. Með því fyrirkomulagi var ætlunin að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið rannsakaði eigin aðgerðir eða þeirra aðila sem störfuðu á ábyrgðarsviði þess. Til þess að tryggja að markmið um að fullnægjandi rannsókn ætti sér stað var í stað rannsóknarnefndar almannavarna í lögum nr. 39/2022 kveðið á um skyldu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að halda rýnifundi eftir að almannavarnastigi væri aflétt með fulltrúum viðbragðsaðila sem hefðu tekið þátt í aðgerðum, rita fundargerðir um þá rýnifundi og ábyrgð ríkislögreglustjóra á að fylgja eftir úrbótum sem lagðar eru til á slíkum fundum. Það er mín skoðun að það skjóti skökku við að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra rannsaki eigin aðgerðir líkt og tilgangur eldri laga var að koma í veg fyrir. Tel ég að betur færi á því að óháður utanaðkomandi aðili rýni ákvarðanir og aðgerðir almannavarna. Í því samhengi legg ég til að horft sé til framkvæmdar rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur sýnt sig að skili góðum árangri. Því leggja flutningsmenn frumvarpsins til að rannsóknarnefnd almannavarna verði endurvakin. Nefndin skal gera tillögur til viðbragðsaðila og stjórnvalda um úrbætur innan kerfisins. Nefndin skal starfa sjálfstætt og rannsaka viðbrögð viðbragðsaðila að loknu hættuástandi og skila skýrslu um niðurstöður nefndarinnar til ráðherra, ríkislögreglustjóra og Alþingis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Almannavarnir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða. Rannsóknarnefnd almannavarna var sett á fót með lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, en var lögð niður með lögum nr. 39/2022. Þá hafði rannsóknarnefnd almannavarna verið virkjuð einu sinni og var það í kjölfar mikils óveðurs sem skall á í desember 2019. Markmið laga um almannavarnir er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið. Á undanförnum árum hefur hlutverk, verksvið og ábyrgð almannavarna í íslensku samfélagi orðið æ veigameiri í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í ljósi þess óvissutímabils sem nú er hafið á skaganum og vísindamenn spá að geti jafnvel varað í áratugi eða árhundruð er ljóst að almannavarnir munu áfram skipta þjóðina verulegu máli í náinni framtíð enda kallar langvarandi almannavarnaástand á öflugar almannavarnir. Hlutverk rannsóknarnefndar almannavarna var, í gildistíð eldri laga, að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða þannig að draga mætti lærdóm af reynslunni og stuðla með þeim hætti að umbótum. Með því fyrirkomulagi var ætlunin að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið rannsakaði eigin aðgerðir eða þeirra aðila sem störfuðu á ábyrgðarsviði þess. Til þess að tryggja að markmið um að fullnægjandi rannsókn ætti sér stað var í stað rannsóknarnefndar almannavarna í lögum nr. 39/2022 kveðið á um skyldu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að halda rýnifundi eftir að almannavarnastigi væri aflétt með fulltrúum viðbragðsaðila sem hefðu tekið þátt í aðgerðum, rita fundargerðir um þá rýnifundi og ábyrgð ríkislögreglustjóra á að fylgja eftir úrbótum sem lagðar eru til á slíkum fundum. Það er mín skoðun að það skjóti skökku við að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra rannsaki eigin aðgerðir líkt og tilgangur eldri laga var að koma í veg fyrir. Tel ég að betur færi á því að óháður utanaðkomandi aðili rýni ákvarðanir og aðgerðir almannavarna. Í því samhengi legg ég til að horft sé til framkvæmdar rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur sýnt sig að skili góðum árangri. Því leggja flutningsmenn frumvarpsins til að rannsóknarnefnd almannavarna verði endurvakin. Nefndin skal gera tillögur til viðbragðsaðila og stjórnvalda um úrbætur innan kerfisins. Nefndin skal starfa sjálfstætt og rannsaka viðbrögð viðbragðsaðila að loknu hættuástandi og skila skýrslu um niðurstöður nefndarinnar til ráðherra, ríkislögreglustjóra og Alþingis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun