Þórir og Mörk sammála um skort á heiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 14:02 Nora Mörk og Þórir Hergeirsson hafa fagnað fjölda verðlauna saman á stórmótum í gegnum tíðina en urðu að sætta sig við silfur á HM í desember. EPA Ein af helstu stjörnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, leyndi því fyrir þjálfaranum Þóri Hergeirssyni hve alvarleg meiðsli hennar væru, á HM í desember. Þau eru sammála um skort á heiðarleika af hennar hálfu. Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk.
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn