Sökktu enn einu herskipinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 10:28 Myndbandið sýnir að minnsta kosti tveimur drónum siglt upp að skipinu, þar sem þeir sprungu í loft upp. Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Notast var við svokallaða Magura V5 sjálfsprengidróna. Það eru fjarstýrðir drónar sem bera mikið magn sprengiefna og eru hannaðir til að vera notaðir saman í árásum. Mörgum þeirra er siglt að sama skotmarkinu á sama tíma og komast þeir þannig í gegnum varnir herskipa. Úkraínumenn segjast hafa siglt drónunum upp að báðum síðum Sergei Kotov og þar hafi þeir verið sprengdir. Skipið er af gerðinni Project 22160 og eru þessi skip um 94 metra löng og geta borið stýriflaugar. Þau voru fyrst tekin í notkun árið 2018. Um sextíu eru í áhöfn þessara skipa en ekki liggja fyrir upplýsingar um afdrif áhafnarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja á landi. Það sama er ekki upp á teningnum á Svartahafi þar sem þeir hafa notað dróna með góðum árangri. Í síðasta mánuði birtu Úkraínumenn tvö myndbönd sem sýndu sambærilegar árásir á rússnesk herskip, að virðist, með sambærilegum árangri. Frá því í febrúar 2022 hafa Úkraínumenn grandað fjórum skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu, einu beitiskipi, kafbát, birgðaflutningaskipi, nokkrum eftirlitsbátum og minnst tveimur eldflauga-korvettum. Samkvæmt frétt Forbes samsvarar þetta um fjórðungi Svartahafsflota Rússlands. Ekki er hægt að senda liðsauka til Svartahafs þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað siglingu herskipa um Bosporussund. Russian military channels confirm that Sergei Kotov was sunk in waters near Feodosiya, occupied Crimea. Russia is not allowed by Turkey to bring new warships to the Black Sea, and each such loss is irreplaceable. pic.twitter.com/yt5oRsKxKF— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) March 5, 2024 Árásirnar eru mikilvægar þar sem stórum hluta þeirra stýri- og eldflauga sem skotið er að Úkraínu er skotið á loft frá herskipum á Svartahafi. Þær hafa einnig gert Rússum ómögulegt að stöðva útflutning Úkraínumanna um Svartahafið. Árásin mun hafa verið gerð nærri höfninni í Fedosia á Krímskaga. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest að árásirnar hafi átt sér stað eða viðurkennt að skipunum hafi verið sökkt. Nærri því ár er síðan Úkraínumenn sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01