Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira