„Þá verður maður bara að vera mannlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 09:00 Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið það vandasama verkefni að stýra Grindavíkurliðinu þegar bærinn er lokaður og liðið að æfa á mörgum stöðum. Visir/Arnar Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar. Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira