Dómsmálaráðherra reiknar með málþófi á Alþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 14:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fjallaði meðal annars um útlendingamál á fundinum í Rangárhöllinni á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á síðustu tveimur árum hafa íslensk stjórnvöld fengið níu þúsund umsóknir frá flóttafólki um vernd hér á landi en það eru mun fleiri umsóknir en hin löndin á Norðurlöndunum hafa fengið á sama tíma. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni. Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni.
Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira