Þurfa sinn besta leik til þess að fá svörin Aron Guðmundsson skrifar 2. mars 2024 11:43 Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson íbygginn á hliðarlínunni. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir ógnarsterku liði Svíþjóðar á útivelli í undankeppni EM 2024 í dag. Fyrri leik liðanna lauk með þrettán marka sigri Svía, sem hafa yfir að skipa einu besta landsliði í heimi. Þetta eru hins vegar leikirnir sem íslenska liðið vill fá, segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands. Liðið þurfi að ná fram sínum besta leik í dag til þess að hann nýtist okkur í framhaldinu. Flautað verður til leiks í Svíþjóð klukkan eitt og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Vísi nú skömmu fyrir hádegi og fór yfir stöðuna en Ísland hefur farið vel af stað í undankeppninni. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína, tapaði þeim þriðja á móti Svíþjóð fyrir nokkrum dögum síðan en situr í 2.sæti síns riðils. Sæti sem mun gefa þátttökurétt á EM undir lok árs þegar talið verður upp úr pokanum í lok undankeppninnar. Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Arnar byrjaði á því að fara yfir frammistöðu íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Svíum hér heima fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir þrettán marka tap var margt gott að finna í leik íslenska liðsins sem er í ákveðnum uppbyggingarfasa. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af því sem var að gerast lengst af í þeim leik,“ segir Arnar við Vísi. „Mér fannst við vera þrælöflugar. Gera margt vel lengst af í leiknum en lokakaflinn var svo bara eins og hann var. Nálgunin á leik dagsins í dag er því sú að við einblínum á það sem við vorum að gera vel í síðasta leik. Horfum í þessa góðu frammistöðu sem við sýndum í rúmar fjörutíu mínútur og ætlum okkur að reyna byggja ofan á það. Gera enn betur.“ Þar skiptir góð byrjun lykilmáli upp á sjálfstraust og annað að gera. „Það er mjög mikilvægt að við séum að byrja vel upp á að auðvelda allt sem að í framhaldinu kemur. Við þurfum líka, og höfum séð það í okkar leikjum á móti svona sterkum þjóðum, að vanda okkur. Halda vel í boltann, losa okkur vel við hann og koma okkur heim. Áherslan verður svolítið þar líka í dag. Að við pössum upp á boltann, en á sama tíma án þess að við séum eitthvað að gefa eftir í þeim árásum sem við erum að fara í. Við þurfum að hafa hugrekki í það áfram að sækja í þau færi sem okkur gefast.“ Allar klárar í slaginn Nokkrir sterkir póstar eru fjarverandi í liði Íslands en þeir leikmenn sem mynda landsliðshópinn í dag eru þó allar heilar og klárar í slaginn. „Þetta er spennandi hópur sem ég er með í höndunum og mjög gaman að vinna með þeim. Við horfum bara jákvætt á þetta. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn og við munum fá fullt af svörum. Fáum helling út úr þessu.“ Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Við þurfum náttúrulega ekkert að fara í einhverjar grafgötur með þá staðreynd að þetta sænska lið er eitt af þeim bestu í heimi og alltaf erfitt að við séum að fara sækja úrslit á móti svona liði, hvað þá á útivelli. En eru þetta ekki akkúrat leikirnir sem íslenska liðið þarf á þessum tímapunkti, á móti svona stærri þjóðum, upp á að keyra á þetta og setja reynsluna svo í bankann upp á framtíðina að gera? „Jú. Það er alveg hárrétt hjá þér. Það er algjörlega málið. Við viljum máta okkur við þessar þjóðir og vitum að þær standa töluvert framar en við í dag. En ef við horfum í frammistöðuna, horfum í það að reyna hámarka allt það sem við erum að gera. Þá fáum við alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við þurfum að ná mjög góðum leik til þess að fá eitthvað út úr þessu. Þurfum að mæta vel og spila okkar besta leik til þess að fá svörin, til þess að þetta nýtist okkur. Það er það sem við ætlum okkur að gera í dag. Það er engin spurning.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Flautað verður til leiks í Svíþjóð klukkan eitt og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Vísi nú skömmu fyrir hádegi og fór yfir stöðuna en Ísland hefur farið vel af stað í undankeppninni. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína, tapaði þeim þriðja á móti Svíþjóð fyrir nokkrum dögum síðan en situr í 2.sæti síns riðils. Sæti sem mun gefa þátttökurétt á EM undir lok árs þegar talið verður upp úr pokanum í lok undankeppninnar. Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Arnar byrjaði á því að fara yfir frammistöðu íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Svíum hér heima fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir þrettán marka tap var margt gott að finna í leik íslenska liðsins sem er í ákveðnum uppbyggingarfasa. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af því sem var að gerast lengst af í þeim leik,“ segir Arnar við Vísi. „Mér fannst við vera þrælöflugar. Gera margt vel lengst af í leiknum en lokakaflinn var svo bara eins og hann var. Nálgunin á leik dagsins í dag er því sú að við einblínum á það sem við vorum að gera vel í síðasta leik. Horfum í þessa góðu frammistöðu sem við sýndum í rúmar fjörutíu mínútur og ætlum okkur að reyna byggja ofan á það. Gera enn betur.“ Þar skiptir góð byrjun lykilmáli upp á sjálfstraust og annað að gera. „Það er mjög mikilvægt að við séum að byrja vel upp á að auðvelda allt sem að í framhaldinu kemur. Við þurfum líka, og höfum séð það í okkar leikjum á móti svona sterkum þjóðum, að vanda okkur. Halda vel í boltann, losa okkur vel við hann og koma okkur heim. Áherslan verður svolítið þar líka í dag. Að við pössum upp á boltann, en á sama tíma án þess að við séum eitthvað að gefa eftir í þeim árásum sem við erum að fara í. Við þurfum að hafa hugrekki í það áfram að sækja í þau færi sem okkur gefast.“ Allar klárar í slaginn Nokkrir sterkir póstar eru fjarverandi í liði Íslands en þeir leikmenn sem mynda landsliðshópinn í dag eru þó allar heilar og klárar í slaginn. „Þetta er spennandi hópur sem ég er með í höndunum og mjög gaman að vinna með þeim. Við horfum bara jákvætt á þetta. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn og við munum fá fullt af svörum. Fáum helling út úr þessu.“ Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Við þurfum náttúrulega ekkert að fara í einhverjar grafgötur með þá staðreynd að þetta sænska lið er eitt af þeim bestu í heimi og alltaf erfitt að við séum að fara sækja úrslit á móti svona liði, hvað þá á útivelli. En eru þetta ekki akkúrat leikirnir sem íslenska liðið þarf á þessum tímapunkti, á móti svona stærri þjóðum, upp á að keyra á þetta og setja reynsluna svo í bankann upp á framtíðina að gera? „Jú. Það er alveg hárrétt hjá þér. Það er algjörlega málið. Við viljum máta okkur við þessar þjóðir og vitum að þær standa töluvert framar en við í dag. En ef við horfum í frammistöðuna, horfum í það að reyna hámarka allt það sem við erum að gera. Þá fáum við alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við þurfum að ná mjög góðum leik til þess að fá eitthvað út úr þessu. Þurfum að mæta vel og spila okkar besta leik til þess að fá svörin, til þess að þetta nýtist okkur. Það er það sem við ætlum okkur að gera í dag. Það er engin spurning.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira