Vorboðinn ljúfi Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eurovision Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir.
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar