Grindvísk börn dreifast í hátt í sjötíu skóla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. febrúar 2024 19:30 Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir óvissu um hvað taki við næsta vetur. Vísir/Arnar Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur. Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04
Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40