Guðjón greindist með Parkinson Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 09:06 Guðjón Þórðarson hefur markað djúp spor í knattspyrnusögu Íslands. Mynd/Daníel Guðjón Þórðarson, einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi, greindist með taugasjúkdóminn Parkinson í byrjun ágúst á síðasta ári. Guðjón, sem er 68 ára gamall, greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir heilsutapið mikið en að eina leiðin fyrir sig sé að berjast áfram og takast á við sjúkdóminn, meðal annars með sem mestri hreyfingu. „Það eru margir sem hafa það verra en ég en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það. Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni framhjá því og ætlað að hrista þetta af sér. En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ segir Guðjón. Hann var í golfi á Akranesi þegar hann tók loks ákvörðun um að hann yrði að fá greiningu á heilsu sinni. „Lá við að ég kæmist ekki heim“ „Ég breytist í göngulagi og breytist í orku. Ég var á golfvellinum á Skaganum, bjó rétt hjá, og var orðinn alveg orkulaus. Ég staulaðist heim og það lá við að ég kæmist ekki heim. Maður var að bogna saman. Þá fór ég til læknis og fannst þetta ekki geta verið eðlilegt,“ segir Guðjón sem í vikunni var sæmdur gullmerki ÍA. Guðjón beið í fjóra mánuði eftir því að komast til sérfræðings til að fá endanlega greiningu. Hann segir helstu einkennin vera verki og orkuleysi. Eina leiðin að halda áfram og berjast við þennan vágest „Ég er á lyfjum og það hjálpar manni mikið. En það koma dagar sem eru slæmir. Dagarnir eru mismunandi. En það er ekkert við því að gera og það verður bara að halda áfram. Þetta var nú ekki í uppáhaldi. Ég ætlaði nú að lækka forgjöfina aftur. Hafði komist niður í 10,1 og ætlaði að ná mér niður aftur. En það verður að bíða betri tíma,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að halda áfram og berjast við þennan vágest. Það er lítið vitað um það af hverju þetta gerist en það virðist vera þannig að eftir því sem að þú hreyfir þig meira þá líður þér betur. Það eru hlutir sem að maður gerði án þess að spá í það, vippaði hlutum til og frá og bar þá milli staða. Svo bara allt í einu ertu lufsa. Það er ekki alveg fyrir mann að lifa með því. Stærsta áskorunin er að sætta sig við stöðuna og reyna að gera það besta úr henni,“ segir Guðjón. Guðjón Þórðarson náði stórkostlegum árangri með ÍA og fær hér flugferð frá lærisveinum sínum.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Margfaldur meistari Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Hann stýrði KA til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils árið 1989 og gerði KR tvívegis að bikarmeisturum. Hann tók við íslenska landsliðinu árið 1997 og stýrði því í tvö ár með afar farsælum hætti, og tók svo við Stoke á Englandi. Erlendis þjálfaði hann aðallega á Englandi en einnig í Noregi og Færeyjum. Hann þjálfaði síðast Víking Ólafsvík en hætti með liðið 2022. Guðjón Þórðarson lauk tíma sínum hjá Stoke á því að stýra liðinu upp úr ensku C-deildinni, með sigri gegn Brentford í úrslitaleik umspils vorið 2002.Getty/Neal Simpson Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi. Fótbolti ÍA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Guðjón, sem er 68 ára gamall, greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir heilsutapið mikið en að eina leiðin fyrir sig sé að berjast áfram og takast á við sjúkdóminn, meðal annars með sem mestri hreyfingu. „Það eru margir sem hafa það verra en ég en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það. Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni framhjá því og ætlað að hrista þetta af sér. En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ segir Guðjón. Hann var í golfi á Akranesi þegar hann tók loks ákvörðun um að hann yrði að fá greiningu á heilsu sinni. „Lá við að ég kæmist ekki heim“ „Ég breytist í göngulagi og breytist í orku. Ég var á golfvellinum á Skaganum, bjó rétt hjá, og var orðinn alveg orkulaus. Ég staulaðist heim og það lá við að ég kæmist ekki heim. Maður var að bogna saman. Þá fór ég til læknis og fannst þetta ekki geta verið eðlilegt,“ segir Guðjón sem í vikunni var sæmdur gullmerki ÍA. Guðjón beið í fjóra mánuði eftir því að komast til sérfræðings til að fá endanlega greiningu. Hann segir helstu einkennin vera verki og orkuleysi. Eina leiðin að halda áfram og berjast við þennan vágest „Ég er á lyfjum og það hjálpar manni mikið. En það koma dagar sem eru slæmir. Dagarnir eru mismunandi. En það er ekkert við því að gera og það verður bara að halda áfram. Þetta var nú ekki í uppáhaldi. Ég ætlaði nú að lækka forgjöfina aftur. Hafði komist niður í 10,1 og ætlaði að ná mér niður aftur. En það verður að bíða betri tíma,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að halda áfram og berjast við þennan vágest. Það er lítið vitað um það af hverju þetta gerist en það virðist vera þannig að eftir því sem að þú hreyfir þig meira þá líður þér betur. Það eru hlutir sem að maður gerði án þess að spá í það, vippaði hlutum til og frá og bar þá milli staða. Svo bara allt í einu ertu lufsa. Það er ekki alveg fyrir mann að lifa með því. Stærsta áskorunin er að sætta sig við stöðuna og reyna að gera það besta úr henni,“ segir Guðjón. Guðjón Þórðarson náði stórkostlegum árangri með ÍA og fær hér flugferð frá lærisveinum sínum.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Margfaldur meistari Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Hann stýrði KA til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils árið 1989 og gerði KR tvívegis að bikarmeisturum. Hann tók við íslenska landsliðinu árið 1997 og stýrði því í tvö ár með afar farsælum hætti, og tók svo við Stoke á Englandi. Erlendis þjálfaði hann aðallega á Englandi en einnig í Noregi og Færeyjum. Hann þjálfaði síðast Víking Ólafsvík en hætti með liðið 2022. Guðjón Þórðarson lauk tíma sínum hjá Stoke á því að stýra liðinu upp úr ensku C-deildinni, með sigri gegn Brentford í úrslitaleik umspils vorið 2002.Getty/Neal Simpson Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi.
Fótbolti ÍA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira