Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:08 Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Serbíu Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik. „Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira
„Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira