Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2024 12:02 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er. Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grímur sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að eftirlýsingin var gefin út að lögreglan hér á landi vissi ekki hvar í heiminum Pétur Jökull gæti verið niðurkominn. Nú segir hann of djúpt í árinni tekið að segja það en að ekkert nýtt sé að frétta varðandi mögulega komu Péturs Jökuls til landsins. Lögreglunni hafi borist ábendingar um það hvar Pétur Jökull sé. Grímur segist ekkert getað gefið upp um það hvort lögregla hafi haft samband við Pétur Jökul. Loks segir Grímur ljóst að þegar lýst er eftir mönnum með þessum hætti þá séu þeir grunaðir um aðild að málum. Pétur Jökull hafi þó ekki fengið réttarstöðu sakbornings. Það gerist við hugsanlega handtöku eða skýrslutöku. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu þegar það var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir sögðu sína þætti þó veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn var sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: Ég er ekki til í að segja hver það er.
Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Lýst eftir Pétri Jökli á vefsíðu Interpol Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 16. febrúar 2024 17:44