Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 09:58 Ekki kemur fram í dómnum hvar á Spáni Íslendingarnir áttu sumarhús. Hér má sjá fasteignir á Malaga sem er einn af fjölmörgum bæjum á Spáni sem Íslendingar leggja leið sína til. Getty/John Keeble Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels