Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza Björn B. Björnsson skrifar 25. febrúar 2024 14:34 Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun