Slagsmál brutust út meðal áhorfenda: „Aldrei séð svona rugl á ævinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 12:30 Dana White, forseti UFC, sagði slagsmálin í Mexíkó eitthvað það sturlaðasta sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. vísir/getty Öryggisgæsla var hvergi sjáanleg þegar slagsmál brutust út meðal áhorfenda á bardagakvöldi UFC í Mexíkóborg. Dana White sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Bardagakvöldið í Mexíkó var sett upp af UFC samtökunum til að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri, en það voru áhorfendur sem stálu sviðsljósinu. Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá þegar slagsmálin brutust út meðal tveggja hópa áhorfenda, öryggisgæsla var hvergi sjáanleg. 😳 It’s kicking OFF at #UFCMexico 🇲🇽 pic.twitter.com/Kqwm11B9HE— Mikey Thomas (@MikeyThomas1991) February 25, 2024 Best angle of the brawl in the stands #UFCMéxico pic.twitter.com/lMBYsXynU7— Carlos Contreras Legaspi 🦁 (@CCLegaspi) February 25, 2024 Forseti UFC, Dana White, sagði þetta með því ótrúlegra sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. „Það sturlaða er að slagsmálin héldu endalaust áfram. Ég dreif mig af stað og horfði á – það kom enginn að stöðva þetta. Ég beið eftir að sjá öryggisgæsluna en þeir biðu bara eftir að allt róaðist“ sagði Dana White við blaðamenn í lok kvölds. Þetta er í sjötta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó en fyrsta sinn sem bardagar eiga sér stað utan hringsins. Dana White on the fight in the crowd: No security. The fight just went on until the fight was over. I've never seen any shit like that in my life. #UFCMexico #UFC pic.twitter.com/Q8BIAK8eaJ— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) February 25, 2024 „Ég held að þetta hafi ekkert litið illa út fyrir UFC. Þetta gerðist bara og þannig er það. Ég held að fólk sem sjái þetta sé ekki að fara að reyna þetta sjálft, ég hef sjálfur aldrei séð svona rugl á ævinni.“ Eins og áður segir var bardagakvöldið hluti af áformum UFC að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri. UFC hefur einnig opnað skóla, æfinga- og lyftingaaðstöðu fyrir upprennandi bardagakappa þar í landi. MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Bardagakvöldið í Mexíkó var sett upp af UFC samtökunum til að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri, en það voru áhorfendur sem stálu sviðsljósinu. Á myndskeiðum hér fyrir neðan má sjá þegar slagsmálin brutust út meðal tveggja hópa áhorfenda, öryggisgæsla var hvergi sjáanleg. 😳 It’s kicking OFF at #UFCMexico 🇲🇽 pic.twitter.com/Kqwm11B9HE— Mikey Thomas (@MikeyThomas1991) February 25, 2024 Best angle of the brawl in the stands #UFCMéxico pic.twitter.com/lMBYsXynU7— Carlos Contreras Legaspi 🦁 (@CCLegaspi) February 25, 2024 Forseti UFC, Dana White, sagði þetta með því ótrúlegra sem hann hafi orðið vitni að í sinni stjórnartíð. „Það sturlaða er að slagsmálin héldu endalaust áfram. Ég dreif mig af stað og horfði á – það kom enginn að stöðva þetta. Ég beið eftir að sjá öryggisgæsluna en þeir biðu bara eftir að allt róaðist“ sagði Dana White við blaðamenn í lok kvölds. Þetta er í sjötta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Mexíkó en fyrsta sinn sem bardagar eiga sér stað utan hringsins. Dana White on the fight in the crowd: No security. The fight just went on until the fight was over. I've never seen any shit like that in my life. #UFCMexico #UFC pic.twitter.com/Q8BIAK8eaJ— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) February 25, 2024 „Ég held að þetta hafi ekkert litið illa út fyrir UFC. Þetta gerðist bara og þannig er það. Ég held að fólk sem sjái þetta sé ekki að fara að reyna þetta sjálft, ég hef sjálfur aldrei séð svona rugl á ævinni.“ Eins og áður segir var bardagakvöldið hluti af áformum UFC að koma mexíkóskum bardagaköppum á framfæri. UFC hefur einnig opnað skóla, æfinga- og lyftingaaðstöðu fyrir upprennandi bardagakappa þar í landi.
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira