Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 07:00 Þorvaldur þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira