„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 17:15 Sveindís Jane snéri aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli. Vísir/Jónína Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. „Mér fannst við ekki spila nógu vel og ég held að það hafi ekki verið gaman að horfa á þennan leik. Þetta var svolítið mikið bara eitthvað,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir leik. „Við eigum seinni hálfleik eftir og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vinna einn leik til að halda okkur í A-deild,“ bætti Sveindís við, en takist Íslandi að sigra Serbíu á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag er áframhaldandi vera í A-deild Þjóðadeildarinnar tryggð. Sveindís, sem var að koma aftur eftir nokkuð erfið meiðsli, spilaði allan leikinn í dag. Hún náði þó ekki að koma sér í mikið af færum. „Mér fannst við ekki halda nógu vel í boltann og við náðum eki nógu miklu spili. Við komumst ekki í góðar stöður fyrir framan markið. Hvort það hafi verið erfitt að finna plássið eða hvort við höfum ekki verið að taka nógu góð hlaup fram á við veit ég ekki. En við getum allavega skoðað hvað við gerðum vel og hvað fór ekki nógu vel til að laga fyrir næsta leik.“ Þrátt fyrir að hafa verið að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma segist Sveindís þó vera nokkuð góð í skrokknum eftir þessar 90 mínútur. „Ég er bara fín. Ég settist bara niður eftir leik af því að ég fékk högg á rassinn, það var ekkert alvarlegra en það. En ég er bara mjög góð og er orðin spennt fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
„Mér fannst við ekki spila nógu vel og ég held að það hafi ekki verið gaman að horfa á þennan leik. Þetta var svolítið mikið bara eitthvað,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir leik. „Við eigum seinni hálfleik eftir og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vinna einn leik til að halda okkur í A-deild,“ bætti Sveindís við, en takist Íslandi að sigra Serbíu á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag er áframhaldandi vera í A-deild Þjóðadeildarinnar tryggð. Sveindís, sem var að koma aftur eftir nokkuð erfið meiðsli, spilaði allan leikinn í dag. Hún náði þó ekki að koma sér í mikið af færum. „Mér fannst við ekki halda nógu vel í boltann og við náðum eki nógu miklu spili. Við komumst ekki í góðar stöður fyrir framan markið. Hvort það hafi verið erfitt að finna plássið eða hvort við höfum ekki verið að taka nógu góð hlaup fram á við veit ég ekki. En við getum allavega skoðað hvað við gerðum vel og hvað fór ekki nógu vel til að laga fyrir næsta leik.“ Þrátt fyrir að hafa verið að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma segist Sveindís þó vera nokkuð góð í skrokknum eftir þessar 90 mínútur. „Ég er bara fín. Ég settist bara niður eftir leik af því að ég fékk högg á rassinn, það var ekkert alvarlegra en það. En ég er bara mjög góð og er orðin spennt fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57