Loksins loksins! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar