Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 09:04 Maðurinn græddi rúmar 87 milljónir íslenskra króna á svindlinu. Vísir/Getty Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum. Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum.
Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira