„Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 21:16 Benedikt Guðmundsson hefur verið viðloðinn körfubolta lengur en elstu menn muna. Vísir/Diego Frammistaða Dominykas Milka undir lok leiks í sigri Njarðvíkur á Tindastól í síðustu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik. Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik.
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira